Trans Ísland heldur árlega grill gleði í kvöld Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Trans Ísland hvetur vini og velunnara til þess að mæta með fjölskyldurnar á Klambratún í dag. Vísir/Stefán Trans Ísland stendur fyrir grillgleði á Klambratúní í dag. Veislan hefst klukkan fimm og verður grill á staðnum. Fólk er hvatt til þess að koma með sinn eigin mat og drykki. Grillið er árlegur liður í starfsemi Trans Íslands félagsins ár hvert en allir meðlimir, vinir, velunnarar og bandamenn eru velkomnir að taka þátt. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er varaformaður Trans Íslands og hún segir að búast megi við miklum fjölda fólks. „Þessi árlegi viðburður hefur verið að stækka með árunum. Í fyrra komu rúmlega 60 manns og samkvæmt Facebook eigum við von á mun fleirum í ár. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla að koma með fjölskyldur sínar og skemmta sér saman.“ Trans Ísland er hagsmunafélag undir Samtökunum 78 og tekur þátt í ýmsum störfum innan samtakanna. Félagsmenn taka þátt í gleðigöngunni sem fer fram aðra helgina í ágúst og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum búin að panta inn fánana sem við munum nota í göngunni og þetta mun bráðum allt smella saman. Það er alltaf gaman að taka þátt,“ segir Ugla. Barátta transfólks á Íslandi hefur ekki fengið mikla umfjöllun og telur Ugla Íslendinga vera að dragast aftur úr. „Umræðan og lagasetningar hér á landi eru ekki að að gerast á sama hraða og við erum að sjá í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi þarf enn þá að fá samþykki geðlækna og sálfræðinga til þess að fá hormónatöflur og fleiri meðferðir fyrir þá sem það vilja. Samkvæmt lögum á Íslandi er transfólk með kynáttunarvanda og flokkað sem geðveikt af heilbrigðiskerfinu. Þetta er ekkert annað en tímaskekkja og ekki í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Við erum núna hópur að vinna saman að frumvarpi sem við viljum að verði lagt fram. Við höfum rætt það við nokkra þingmenn sem taka vel í það. Við vonumst til þess að ná að klára frumvarpið á næstunni og fá það í gegn. Trans Ísland er einnig að vinna í verkefni þar sem við tökum saman allar helstu spurningarnar sem transfólk fær og búum til myndband þar sem spurningarnar verða dregnar upp úr hatti og þeim verður svarað. Við erum enn að fá óviðeigandi spurningar sem eru oft byggðar á ranghugmyndum. Þannig viljum við upplýsa almenning sem er kannski ekki nógu vel að sér í þessum málum.“ Tengdar fréttir „Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15 Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00 „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Trans Ísland stendur fyrir grillgleði á Klambratúní í dag. Veislan hefst klukkan fimm og verður grill á staðnum. Fólk er hvatt til þess að koma með sinn eigin mat og drykki. Grillið er árlegur liður í starfsemi Trans Íslands félagsins ár hvert en allir meðlimir, vinir, velunnarar og bandamenn eru velkomnir að taka þátt. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er varaformaður Trans Íslands og hún segir að búast megi við miklum fjölda fólks. „Þessi árlegi viðburður hefur verið að stækka með árunum. Í fyrra komu rúmlega 60 manns og samkvæmt Facebook eigum við von á mun fleirum í ár. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla að koma með fjölskyldur sínar og skemmta sér saman.“ Trans Ísland er hagsmunafélag undir Samtökunum 78 og tekur þátt í ýmsum störfum innan samtakanna. Félagsmenn taka þátt í gleðigöngunni sem fer fram aðra helgina í ágúst og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum búin að panta inn fánana sem við munum nota í göngunni og þetta mun bráðum allt smella saman. Það er alltaf gaman að taka þátt,“ segir Ugla. Barátta transfólks á Íslandi hefur ekki fengið mikla umfjöllun og telur Ugla Íslendinga vera að dragast aftur úr. „Umræðan og lagasetningar hér á landi eru ekki að að gerast á sama hraða og við erum að sjá í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi þarf enn þá að fá samþykki geðlækna og sálfræðinga til þess að fá hormónatöflur og fleiri meðferðir fyrir þá sem það vilja. Samkvæmt lögum á Íslandi er transfólk með kynáttunarvanda og flokkað sem geðveikt af heilbrigðiskerfinu. Þetta er ekkert annað en tímaskekkja og ekki í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Við erum núna hópur að vinna saman að frumvarpi sem við viljum að verði lagt fram. Við höfum rætt það við nokkra þingmenn sem taka vel í það. Við vonumst til þess að ná að klára frumvarpið á næstunni og fá það í gegn. Trans Ísland er einnig að vinna í verkefni þar sem við tökum saman allar helstu spurningarnar sem transfólk fær og búum til myndband þar sem spurningarnar verða dregnar upp úr hatti og þeim verður svarað. Við erum enn að fá óviðeigandi spurningar sem eru oft byggðar á ranghugmyndum. Þannig viljum við upplýsa almenning sem er kannski ekki nógu vel að sér í þessum málum.“
Tengdar fréttir „Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15 Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00 „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
„Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út John Oliver ræddi um réttindi og veruleika transfólks í þætti gærkvöldsins. 29. júní 2015 15:25
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. Geðlæknir segir að í samfélaginu hafi orðið viðhorfsbreyting í garð transfólks 25. janúar 2015 19:15
Transfólk gerir sínar eigin forsíður Vanity Fair forsíða Caitlyn Jenner hefur haft mikil og jávæð áhrif. 9. júní 2015 18:00
„Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Þakkarræða Caitlyn Jenner á ESPY verðlaununum var tilfinningaþrungin 16. júlí 2015 11:30