Handbolti

Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og mér finnst við einnig flottir í seinni hálfleik. Á síðustu tíu mínútunum hefðum við getað tekið leikinn. Á endanum var kannski sanngjarnt að leiknum lyktaði með jafntefli.

„Ísland er mjög gott lið sem spilar vel saman. Ísland á Guðjón Val sem er einn besti hornamaður heims og við berum virðingu fyrir íslenska liðinu. Vonandi spila þeir vel í næsta leik.“

Toumi er ekkert búinn að gefa upp vonina að komast áfram í 16-liða úrslit.

„Ég vona að við komumst áfram. Við eigum tvo leiki eftir og munum reyna að leggja Slóvenanna. Við erum gott lið og eigum möguleika á því að komast áfram.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Tengdar fréttir

Alexander: Langar stundum að vera með

Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik.

Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni

„Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×