Handbolti

„Hef enga trú á því að Þjóðarhöll verði risin árið 2031“

Íþróttadeild Vísis skrifar
Ný Þjóðarhöll á að rísa á grasblettinum fyrir aftan gömlu og ekkert svo góðu höllina.
Ný Þjóðarhöll á að rísa á grasblettinum fyrir aftan gömlu og ekkert svo góðu höllina. vísir/vilhelm

Stefnt er að því að HM í handbolta árið 2031 fari meðal annars fram á Íslandi. Svo það verði að veruleika þá þarf ný Þjóðarhöll að vera klár fyrir þann tíma.

„Þetta er auðvitað geggjað og maður trúir því auðvitað ekki að það verði komin Þjóðarhöll fyrr en maður sér það gerast,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar.

„Það er frábært að fá þennan utanðkomandi þrýsting á byggingu hallarinnar. Ég trúi ekki öðru en húsið verði komið í tíma. Annars verður Ísland að athlægi,“ bætir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður við.

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður er svartsýnn á að höllin rísi á næstu sjö árum.

„Ég hef nákvæmlega enga trú á því að þessi Þjóðarhöll verði risin árið 2031. Ég held það sé rétt hjá þér Valur að við verðum að athlægi. Það verða kannski einhverjar skóflustungur en svo kemur bakslag og við gerum okkur að algjörum fíflum.“

Umræðan um Þjóðarhöllina er strax í upphafi þáttar.

Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Klippa: Fréttir vikunnar 19.apríl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×