Innlent

Þyrla send til að hífa þyrlu

Gissur Sigurðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm
Verið er að undirbúa þyrlu Landhelgisgæslunnar til að hífa þyrlu Norðurflugs, sem hlekktist á í lendingu á Eyjafjallajökli í gær, ofan af jöklinum. Ljóst er að þyrlan er stórskemmd og þykja flugmaðurinn og kvikmyndatökumennirnir þrír, sem voru um borð, hafa sloppið ótrúlega vel.

Mennirnir voru allir fluttir af jöklinum með annarri þyrlu Norðurflugs og fóru í læknisrannsókn. Þeir reyndust ómeiddir þrátt fyrir nokkurt hjask. Fulltrúar frá rannsóknanefnd samgönguslysa og lögreglunni á Hvolsvelli voru fram á nótt á vettvangi. Eru þeir aftur farnir upp á jökul en vonast er til að þokuslæðu létti af jöklinum um eða upp úr hádegi þannig að Gæsluþyrlan geti athafnað sig. Spáð er versnandi veðri á vettvangi næstu tvo dagana.

Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust spaðar þyrlunnar í jökulinn á fullri ferð, þegar þyrlan valt á hliðina. Þeir eru því brotnir eða beygðir, skrokkur vélarinnar dældaður og rúður bortnar, svo eitthvað sé nefnt. Óhappið varð nálægt gosstöðvunum frá árinu 2010. Að sögn Ragnars Guðmundssonar hjá rannsóknanefnd samgönguslysa er enn óljóst hvernig þetta gerðist en veður mun hafa verið þokkalegt.


Tengdar fréttir

Rannsaka þyrluslys

Rannsóknanefnd samgönguslysa og lögreglan á Hvolsvelli rannsaka nú hvað olli því að þyrla frá Norðurflugi, með þrjá kvikmyndatökumenn og flugmann um borð, hlekktist á við lendingu á Eyjafjallajökli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×