Innlent

Þýfið fundið: Myndirnar leiddu til handtöku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þýfið er komið í leitirnar.
Þýfið er komið í leitirnar. vísir
Lögreglan hefur handtekið þá aðila sem stóðu að ráninu á Álfhólsvegi 22 þegar brotist var inn á svæði byggingarfélagsins Mótanda og rándýrum tækjum stolið.

Vísir greindi frá málinu á miðvikudagskvöldið og eftir það bárust fjölmargar ábendingar. Forsvarsmenn Mótanda birtu myndband á Facebook-síðu fyrirtækisins sem hjálpaði mikið til við að finna þjófana.

Sjá einnig: Milljón króna þjófnaður af byggingarsvæði í nótt

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir; „Myndirnar frá Álfhólsveginum hafa leitt til handtöku þar sem þýfið fannst.“

Sjá einnig: Búið að ræða við foreldra stúlkunnar sem stóð að milljóna þjófnaði

Maður og kona voru að verki og hafa þau bæði verið handtekinn. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. 

Á Facebook-síðu Mótanda þakkar fyrirtækið fyrir góð viðbrögð og árangursríkar ábendingar. 

Bestu þakkir til fésbókar samfélagsins.Tvö mál hafa nú upplýsts vegna kynninga á fésbókinni. Búið er að skila Garð...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 8. maí 2015

Kæru Facebook vinir - við Mótandamenn þökkum kærlega fyrir góð viðbrögð og árangursríkar ábendingar vegna innbrotsins á...

Posted by Mótandi ehf. on 8. maí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×