Menning

Þrír bassar á ferð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þótt átök séu á þeirra heimslóðum eru þeir samstilltir í söngnum.
Þótt átök séu á þeirra heimslóðum eru þeir samstilltir í söngnum. Mynd/úr einkasafni
Þrír bassasöngvarar, þeir Vladimir Miller, Michael Kruglov og Sergei Kryzhnenko, syngja saman í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20 og í Kristskirkju, Landakoti annað kvöld á sama tíma.

Á efnisskránni eru aríur úr óperum, ástarsöngvar og þjóðlög í upprunalegum útsetningum.

Þarna eru á ferðinni tveir Rússar og einn Úkraínumaður sem sameinast í söngnum og eru bestu vinir þrátt fyrir óeirðir í sínum heimahögum.

Þeir hafa á valdi sínu ótrúlega djúpar raddir og afar lága tóna og hafa sungið saman síðan 2009 í heimalöndum sínum og víða um Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×