Menning

Hjart­næm stund Guðna með Herði og Kára

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson með þeim Ingu Rós Ingólfsdóttur og Herði Áskelssyni á verðlaunaafhendingunni í gær.
Guðni Th. Jóhannesson með þeim Ingu Rós Ingólfsdóttur og Herði Áskelssyni á verðlaunaafhendingunni í gær. Forseti Íslands

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti vænt um að Hörður Áskelsson skyldi hljóta heiðursverðlaun á uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks í Hörpu í gærkvöldi. Þá fannst honum gaman að fá að afhenda Kára Egilssyni viðurkenningu sem bjartasta vonin.

Framlagt hans til menningar og lista er svo sannarlega mikilsvert og þar að auki er hann þægilegur í öllu viðmóti. Það getur Eliza vitnað um, söng í Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar þegar hún var nýflutt til Íslands, staðráðin í að koma sér inn í samfélagið hér og læra málið.

Kári Egilsson og Guðni Th. Jóhannesson.Forseti Íslands

Eins vænt fannst mér að mega afhenda Kára Egilssyni þá viðurkenningu að teljast bjartasta vonin í tónlistarlífi landsins nú um stundir. Kára er margt til lista lagt, leikur popp og djass jöfnum höndum, menntaður í klassískri tónlist og er þegar búinn að sýna hvað í honum býr.

Óskar Logi Ágústsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Ingi Friðþjófsson.Forseti Íslands

Loks var auðvitað gaman að hitta tvo Álftesinga í öllum herlegheitunum, Fannar sem sögn svo blítt með Hipsumhaps uppi á sviði og Óskar Loga sem framdi svakalegan gítargjörning uppi á palli úti í sal, til heiðurs Björgvini Gíslasyni sem lést nú nýverið. Það var falleg stund.

Ég óska Kára Egilssyni, Herði Áskelssyni, öðrum verðlaunahöfum og öllum sem voru tilnefnd til slíks heiðurs hjartanlega til hamingju. Einnig óska ég öllum velfarnaðar sem kynna íslenska tónlist hér heima og erlendis á hinum ýmsum sviðum. Við eigum frábært listafólk, við Íslendingar!


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×