Viðskipti innlent

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þórólfur Árnason er nýr forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason er nýr forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri, er nýr forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur var einn tuttugu og fjögurra sem sóttu um stöðuna. Hann var metinn hæfastur umsækjanda. Þriggja manna nefnd, skipuð af innanríkisráðherra, fór mat hæfi umsækjenda.

Stefán Eiríksson fyrrum lögreglustjóri sótti einnig um stöðuna en dró umsóknina tilbaka.

Samgöngustofa hefur verið starfrækt um um það bil eitt ár og gegndi Hermann Guðjónsson stöðu forstöðumanns áður.

Þórólfur Árnason er vélarverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk jafnframt framhaldsnámi iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn. Hann hefur gengt ýmsum stjórnunarstörfum i gegnum tíðina. Hann var framkvæmdastjóri sölu- markaðssviðs Marels í sex ár. Hann varð fyrsti forstjóri Tals, gegndi stöðu stjórnarformanns Isavia og var, sem fyrr segir, borgarstjóri frá 2003 til 2004.



Þeir sem sóttu um stöðuna voru:

Agnar Kofoed-Hansen, stjórnunarráðgjafi

Birgir Elíasson, hagverkfræðingur

Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri

Eggert Norðdahl, teiknari, rithöfundur og flugmaður

Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur

Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi MBA

Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri

Gerður Pálmarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri

Guðmundur Guðmundsson, gæðastjóri

Halla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri

Halldór Zoëga, rekstrarverkfræðingur og stjórnsýslufræðingur

Haraldur Sigþórsson, doktor Ing.

Helga Þórisdóttir, lögfræðingur

Karl Alvarsson, lögfræðingur

Katla Þorgeirsdóttir, lögfræðingur

Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur

Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri

Ólafur Steinarsson, fráfarandi sveitarstjóri

Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri

Sigurður Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Svana Margrét Davíðsdóttir, lögfræðingur

Þórólfur Árnason, iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×