Innlent

Fyrrverandi borgarstjóri og teiknari meðal umsækjenda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórólfur Árnason og Stefán Eiríksson eru meðal umsækjenda.
Þórólfur Árnason og Stefán Eiríksson eru meðal umsækjenda.
Innanríkisráðuneytið birti í dag lista þeirra 24 umsækjenda sem sækjast eftir starfi forstjóra Samgöngustofu. Staðan var auglýst þann 6. Júní síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út á sunnudaginn síðastliðinn.  Hæfni umsækjanda verður metin af þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipar er fram kemur á vef ráðuneytisins.

Meðal umsækjenda eru Stefán Eiríksson lögreglustjóri en Vísir greindi frá umsókn hans fyrr í dag, Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri og Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Umsækjendurnir eru sem fyrr segir 24 talsins og nöfn þeirra má sjá hér að neðan:

  • Agnar Kofoed-Hansen, stjórnunarráðgjafi
  • Birgir Elíasson, hagverkfræðingur
  • Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Eggert Norðdahl, teiknari, rithöfundur og flugmaður
  • Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur
  • Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi MBA
  • Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri
  • Gerður Pálmarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
  • Guðmundur Guðmundsson, gæðastjóri
  • Halla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Halldór Zoëga, rekstrarverkfræðingur og stjórnsýslufræðingur
  • Haraldur Sigþórsson, doktor Ing.
  • Helga Þórisdóttir, lögfræðingur
  • Karl Alvarsson, lögfræðingur
  • Katla Þorgeirsdóttir, lögfræðingur
  • Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur
  • Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
  • Ólafur Steinarsson, fráfarandi sveitarstjóri
  • Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri
  • Sigurður Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
  • Svana Margrét Davíðsdóttir, lögfræðingur
  • Þórólfur Árnason, iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×