Þingmaður fór á ráðstefnu UN Women á eigin kostnað Snærós Sindradóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Þorsteini Sæmundsson varð fyrir miklum áhrifum af kvennafundi Sameinuðu þjóðanna í mars. vísir/vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ákvað upp á sitt eindæmi að fara á 60. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í mars. Þetta ákvað hann þegar í ljós kom að Alþingi ætlaði ekki að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Yfirskrift fundarins var „Valdefling kvenna og sjálfbær þróun“. „Ég hef verið að ræða ýmis mál á þingi sem snerta konur, meðal annars kynferðisofbeldi, starfsemi kampavínsklúbba, heimilisofbeldi og ýmist annað. Þegar ég frétti af þessu þingi þá vildi ég gjarnan fara og sjá hvað heimurinn er að hugsa,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn greindi sjálfur frá þessari ferð á fundi Alþingis í gær og vísaði til þess að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði spurt um ferðina að Þorsteini fjarstöddum. „Nú var það ekki ætlan mín á þeim tíma að upplýsa alla þjóðina um að ég væri þar á eigin reikning og konan mín með mér,“ sagði Þorsteinn á þingfundi og bætti við: „Ég var eini þingmaður Íslendinga þarna og ég vil beina því til þingmanna sem hafa brennandi áhuga á því málefni að það er alveg þess virði að eyða svolitlu af peningum sínum til að vera þarna og taka þátt í því merka starfi sem þar fer fram.“ Þorsteinn segir í samtali við Fréttablaðið að það hafi verið mikil upplifun að sitja þingið. „Ef eitthvað er hefði ég viljað vera enn betur skipulagður en ég var til að geta komist yfir meira. Það voru alls konar viðburðir og hlutir að gerast sem var mjög áhugavert og eiginlega nauðsynlegt að upplifa.“ Hann segir það synd að Alþingi hafi ekki sent þingmann á ráðstefnuna. Sjálfur hafi hann vakið máls á því á fundi forsætisnefndar Alþingis. „Ég hvatti til þess að við myndum senda þingmenn framvegis, helst úr öllum flokkum, því þetta er gríðarmerkilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ákvað upp á sitt eindæmi að fara á 60. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í mars. Þetta ákvað hann þegar í ljós kom að Alþingi ætlaði ekki að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Yfirskrift fundarins var „Valdefling kvenna og sjálfbær þróun“. „Ég hef verið að ræða ýmis mál á þingi sem snerta konur, meðal annars kynferðisofbeldi, starfsemi kampavínsklúbba, heimilisofbeldi og ýmist annað. Þegar ég frétti af þessu þingi þá vildi ég gjarnan fara og sjá hvað heimurinn er að hugsa,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn greindi sjálfur frá þessari ferð á fundi Alþingis í gær og vísaði til þess að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði spurt um ferðina að Þorsteini fjarstöddum. „Nú var það ekki ætlan mín á þeim tíma að upplýsa alla þjóðina um að ég væri þar á eigin reikning og konan mín með mér,“ sagði Þorsteinn á þingfundi og bætti við: „Ég var eini þingmaður Íslendinga þarna og ég vil beina því til þingmanna sem hafa brennandi áhuga á því málefni að það er alveg þess virði að eyða svolitlu af peningum sínum til að vera þarna og taka þátt í því merka starfi sem þar fer fram.“ Þorsteinn segir í samtali við Fréttablaðið að það hafi verið mikil upplifun að sitja þingið. „Ef eitthvað er hefði ég viljað vera enn betur skipulagður en ég var til að geta komist yfir meira. Það voru alls konar viðburðir og hlutir að gerast sem var mjög áhugavert og eiginlega nauðsynlegt að upplifa.“ Hann segir það synd að Alþingi hafi ekki sent þingmann á ráðstefnuna. Sjálfur hafi hann vakið máls á því á fundi forsætisnefndar Alþingis. „Ég hvatti til þess að við myndum senda þingmenn framvegis, helst úr öllum flokkum, því þetta er gríðarmerkilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda