Viðskipti innlent

Þeir nota stultur til að létta sér störfin

Kristján Már Unnarsson skrifar
Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. Því kynntust við í stóriðjuframkvæmdum fyrir norðan. 

Okkur fannst hann ganga dálítið skringilega, - svo virkaði hann líka svo stór, - maðurinn sem við sáum vinna í grunni kísilversins á Bakka við Húsavík.

Svo sáum við annan og þá ætluðum við vart að trúa okkur eigin augum. Þarna sást skýringin á þessu skrýtna göngulagi. Þarna vinna sumir á stultum.

Og reyndar vel skiljanlegt við verkefni eins og sá á myndinni er að vinna, að huga að hárri girðingu. Við stóðumst ekki mátið að ræða við viðkomandi en hann starfar hjá girðingaverktaka á Akureyri.

Starfsmenn FB-girðingar, þeir Viðar Theodór Friðriksson og Vilhjálmur Halldórsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
„Við reynum að létta okkur verkin með því að nota stultur í staðinn fyrir að teygja sig,” sagði Viðar Theodór Friðriksson, stultumaður FB-girðingar á Akureyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 

-Þurfa menn ekki þjálfun til þess að vinna á stultum?

„Nei, þetta er eiginlega bara eins og að standa á mínum eigin fótum því að þetta réttir sig sjálft af. Þetta er miklu þægilegra. Þetta léttir manni verkin.” 

Samstarfsmaður Viðars hjá FB-girðingu, Vilhjálmur Halldórsson, kvaðst þó ekki vinna á stultum.

„Ég er svo hár, ég get rétt honum vírinn,” sagði Vilhjálmur. 

„Þær eru svo góðar, þessar stultur, að þær halda jafnvæginu fyrir mann á þessum gormum þarna,” benti Vilhjálmur á. 

„Bara vinnuhagræði. Auðvelda manni verkin,” sagði Viðar.


Tengdar fréttir

Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka

Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót.

Mesta uppbygging í sögu Norðurlands

Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt.

Framkvæmdum á Bakka fagnað

Upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka var fagnað við Húsavík í dag, þar sem klippt var á borða á Bakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×