Innlent

Telur fólk nokkuð sátt við tilboð

Svavar Hávarðsson skrifar
Björn Zoëga, forstjóri LSH, mætti ásamt sínu fólki. 
fréttablaðið/vilhelm
Björn Zoëga, forstjóri LSH, mætti ásamt sínu fólki. fréttablaðið/vilhelm
Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að undirtektirnar á fundunum í gær gefi tilefni til að halda að flestir séu sæmilega sáttir við það sem liggur á borðinu. „Mér fannst sæmilega gott hljóð í fólki."

Elsa segir að í samningnum sé einnig að finna ákvæði um næstu skref í jafnlaunaátakinu og endurmat á röðun í starfaflokka. Sú vinna haldi áfram næstu mánuði.

Hjúkrunarfræðingar hafa tíma til kvölds til að draga uppsagnir sínar til baka, en nokkrir höfðu þegar gert það í gær, að sögn Elsu. „Við vitum á föstudaginn [á morgun] hvernig staðan er í raun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×