Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2015 07:00 Starfsmenn Steðja tappa nú bjórnum á flöskur áður en sala á þorrabjór hefst í verslunum ÁTVR. Mynd/Steðji „Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“ Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
„Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“
Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04
Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27
Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43
Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51