Flóttamenn

Fréttamynd

Réttar­tann­læknar saka Rósu Björk um al­var­legar rang­færslur

Fjórir réttartannlæknar, sem hafa séð um aldursgreiningar flóttamanna hér á landi frá upphafi, hafa gert harðorðar athugasemdir við frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga. Telja þeir frumvarpið auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem ætluð er börnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn

Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Dyflinnarreglugerðin verður afnumin

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir

Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria

Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 

Erlent
Fréttamynd

Tíminn og börnin

Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Flótta­manna­búðirnir á Les­bos brunnar til kaldra kola

Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi

Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg

Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála.

Innlent
Fréttamynd

Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi

New York Times birti umfjöllun um að grísk stjórnvöld rækju leynifangelsi þar sem flóttafólki fengi hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram hælisumsókn. Talsmaður grískra stjórnvalda hafnar því alfarið.

Erlent
Fréttamynd

Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi

Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann.

Erlent