Stj.mál

Fréttamynd

Staða Viðreisnar afar þröng

Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir, sem oftast eru nefnd sem mögulegir oddvitar Viðreisnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hyggjast ekki leiða flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Búist við átökum hjá Framsókn

Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum.

Innlent
Fréttamynd

„Þau ljúga og ljúga og ljúga“

„Þessi þingsályktunartillaga hefur örugglega legið fyrir lengi og Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla skipti stjórnarflokkana greinilega engu máli,“ segir Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn borgar ekki verðlaun Valhallar

Utanlandsferð sem sigurvegari í heilsuátaki Valhallar á að fá í vinning verður ekki greidd úr sjóðum flokksins heldur úr starfsmannasjóði Valhallar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Valhöll sendi frá sér og var birt á vefmiðlinum AMX nú fyrir skömmu.

Innlent
Fréttamynd

Ánægð með hrausta Sjálfstæðismenn

„Er ekki almenn heilsuvakning í samfélaginu," segir Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins um heilsuátak starfsfólks Valhallar. Starfsmenn flokksins hafa verið fitumældir og mun sigurvegari heilsuátaksins fá vegleg verðlaun.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuátak í Valhöll - starfsmenn fitumældir

„Við viljum gera góða heilsu betri," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur stendur fyrir heilsuátaki starfsfólks Valhallar þar sem utanlandsferð er í verðlaun.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn leiða hvor sinn listann

Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar að hætta sem varaformaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoðun tekin fyrir ári of seint

Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á framgangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra líkti stöðu mála á Íslandi í aðdraganda að bankahruninu við Tyrkjaránið 1627 í ræðu á Alþingi í dag. Rán skyldi það kallast þegar að gróðrahyggjan næði yfirhöndinni með óhóflegri skuldsetningu og þeim afleiðingum sem Íslendingar þurftu síðar að sætta sig við.

Innlent
Fréttamynd

Innri endurskoðun fer yfir styrki til Golfklúbbs Reykjavíkur

Innri endurskoðun fer nú yfir efndir á fyrri samningum við Golfklúbb Reykjavíkur vegna upplýsinga úr ársreikningum klúbbsins um að framkvæmdastyrkir frá Reykjavíkurborg hafi verið teknir til annarra nota en framkvæmda samkvæmt samningnum auk þess sem umsamið "mótframlag" klúbbsins hafi ekki verið lagt í framkvæmdir í samræmi við samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins.

Innlent