Innlent

Helgi ótengdur félögunum sem hann á

Sigurður Mikael Jónasson skrifar
Helgi Magnússon fjárfestir.
Helgi Magnússon fjárfestir. vísir/gva
Ríkisendurskoðun lítur svo á að einstaklingur og félög sem eru að fullu í hans eigu séu ekki tengdir aðilar í skilningi laga um fjármál stjórnmálasamtaka. Þannig hafi styrkveitingar Helga Magnússonar fjárfestis og félaga hans, Varðbergs ehf. og Hofgarða ehf., til Viðreisnar á síðasta ári ekki verið ólöglegar.

„Ef þú átt tvö fyrirtæki þá mátt þú og þessi tvö fyrirtæki borga hámarksfjárhæð,“ segir Guðbrandur Leósson, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, sem farið hefur yfir málið síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá umtalsverðum styrkveitingum Helga og félaga sem honum eru tengd til Viðreisnar. Ríkisendurskoðun sjái einstaklinginn og félög hans ekki sem tengda aðila samkvæmt lögunum.

Helgi veitti persónulega 800 þúsund krónur til Viðreisnar í fyrra en félögin Varðberg og Hofgarðar, sem eru 100 prósent í hans eigu, 400 þúsund krónur hvort. Viðreisn tók við alls sjö 800 þúsund króna framlögum, sem eru helmingi hærri en vanalegt lögbundið hámark. Lögin kveða hins vegar á um að ef um stofnframlög sé að ræða megi einstaklingar og fyrirtæki gefa tvöfalda hámarksfjárhæð, sem Viðreisn nýtti sér fyrst flokka líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. 


Tengdar fréttir

Viðreisn fékk milljónir frá Helga

Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn.

Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag

Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×