Innlent

Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björn Valur Gíslason er varaþingmaður VG.
Björn Valur Gíslason er varaþingmaður VG. Vísir/GVA
Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. Björn Valur tilkynnti þetta á bloggsíðu sinni í dag.

„Ástæður þessa eru fremur einfaldar. Ég hef ákveðið að draga mig að mestu í hlé frá pólitískum störfum eftir áratuga afskipti af stjórnmálum, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðar fyrir Vinstri græn. Þá tel ég mikilvægt að félagar í hreyfingunni hafi kost á að undirbúa framboð til varaformanns með góðum fyrirvara,“ skrifar Björn Valur.

„Sveitarstjórnakosningar verða á næsta ári og mun nýr varaformaður gegna mikilvægu hlutverki við undirbúning þeirra. Með sterka málefnastöðu og öfluga forystu geta Vinstri græn vænst þess að ná góðum árangri í kosningunum næsta vor.“

Björn Valur hefur verið varaformaður Vinstri grænna frá ársbyrjun árið 2013 þegar forystuskipti urðu í flokknum og Katrín Jakobsdóttir var kjörin formaður flokksins. Hann sat á þingi fyrir flokkin 2009-2013 og er varaformaður flokksins á núverandi kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×