Innlent

Vinna að því að einfalda möguleika ungs fólks að sækja um ríkisborgararétt

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að drögum að breytingum laga um íslenskan ríkisborgararétt.
Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að drögum að breytingum laga um íslenskan ríkisborgararétt. Vísir/GVA
Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að drögum að breytingu laga um íslenskan ríkisborgararétt. Ætlunin er að reyna að draga úr ríkisfangsleysi og einfalda möguleika ungs fólks, sem búsett hefur verið hér á landi, að óska eftir íslenskum ríkisborgararétti. Þetta kemur fram inn á vef stjórnarráðsins.

Þá er einnig stefnt að því að einfalda skráningu íslensks ríkisfangs við fæðingu barns ef foreldri er íslenskur ríkisborgari og er það hluti af breytingu barnalaga.

Þessi nýju drög eru hlut af breytingum sem eiga að styrkja íslenska lagastoð vegna fullgildingar tveggja samninga Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi. Samningarnir sem um ræðir eru frá árunum 1954 og 1961.

Frumvarpið hefur verið unnið í samráð við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Þjóðskrá, Útlendingastofnun og sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu.

Drög að lögunum verða til umsagnar inn á vef ráðuneytisins til 25. ágúst. Skulu þær sendar á netfangið postur@dmr.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×