Innlent

Íhugar að hætta sem varaformaður

ný forysta Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars 2009.
fréttablaðið/pjetur
ný forysta Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars 2009. fréttablaðið/pjetur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhugar Þorgerður að segja af sér varaformennsku og ekki er loku fyrir það skotið að hún hætti á þingi. Sömu heimildir herma að Þorgerður sæti nokkrum þrýstingi frá flokksfélögum sínum. Hans sást stað í orðum Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem sagði lántökurnar óeðlilegar í Kastljósi Ríkisútvarpsins á fimmtudag. „Varðandi varaformanninn þá verð ég að segja að þau lán sem þar er um að ræða eru fullkomlega óeðlileg.“

Kristján skuldaði, 30. september 2008, 1,683 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hann hefur lýst því yfir við fjölmiðla að hann sé ekki í neinum persónulegum ábyrgðum, heldur sé skuldirnar í eignarhaldsfélagi hans 7 hægri.

Hægt er að fylgjast með ræðum formanns og varaformanns, sem verða í upphafi fundar, á xd.is.

- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×