Box

Fréttamynd

Fyrsta tap Hopkins í 12 ár

Hnefaleikakappinn Bernard Hopkins tapaði fyrsta bardaga sínum í rúm tólf ár þegar mótherji hans, Jermain Taylor, hafði betur í Las Vegas í gærkvöldi. Hinn fertugi Hopkins var að verja titil sinn í millivigt í 21. sinn.

Sport
Fréttamynd

Ver titilinn í 21. sinn

Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt og ver Hopkins nú titil sinn í 21. sinn.

Sport
Fréttamynd

Khan tilbúinn

Breski hnefaleikamaðurinn, Amir Khan, sem sló í gegn á Ólympíleikunum í Sydney í fyrra berst á laugardaginn sinn fyrsta bardaga sem atvinnumaður. Silfurverðlaunahafinn frá því í Sydney sem aðeins er 18 ára er sagður eitt mesta efni í sögu breskra hnefaleika 

Sport
Fréttamynd

Hatton vill berjast við Mayweather

IBF meistarinn Ricky Hatton vill ólmur fá að berjast við nýbakaðan WBC meistara Floyd Mayweather Jr og vill umfram allt fá stóra bardaga í Bandaríkjunum til að auka veg sinn og virðingu í íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vann öruggan sigur

Floyd Mayweather vann öruggan sigur á Arturo Gatti í hnefaleikabardaga um heimsmeistaratitil WBC-sambandsins í veltivigt í Atlantic-borg í New Jersey í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Tarver sigraði Johnson

Bandaríkjamaðurinn Antonio Tarver sigraði Jamaíkumanninn Glen Johnson um heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt hjá IBO-hnefaleikasambandinu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir voru sammála um að Tarver hefði verið sterkari í bardaganum.

Sport
Fréttamynd

Ferill Tysons á enda

Ferill hnefaleikamannsins Mikes Tysons er á enda eftir að hann var sleginn niður í sjöttu lotu í bardaga við Kevin McBride frá Írlandi í nótt. Tyson, sem er 39 ára, sagðist eftir bardagann vera hættur í hnefaleikum en fyrir nítján árum varð hann yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum.

Sport
Fréttamynd

Hatton sigraði Tszyu óvænt

Englendingurinn Ricky Hatton gerði sér lítið fyrir og lagði andstæðing sinn, Ástralann Kostya Tszyu, í heimsmeistarabardaga í veltivigt í Manchester í gærkvöldi. Kosta Tszyu náði ekki að komast í hringinn fyrir síðustu lotuna. Þetta voru mjög óvænt úrslit en Hatton sem er 26 ára var ekki talinn eiga mikla möguleika í Kosta Tszyu.

Sport
Fréttamynd

Box og NBA á Sýn í kvöld

Ricky Hatton og Kosta Tsyu berjast um heimsmeistaratitilinn í veltivigt í boxi í kvöld. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 22. Eftir boxið verður sjötta viðureign Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans sýnd beint.

Sport
Fréttamynd

Ruiz fékk titilinn aftur

John Ruiz fékk í dag WBA heimsmeistaratitilinn í þungavigt aftur eftir að James Toney, sem hafði sigraði hann á stigum í Madison Square Garden 30. apríl síðastliðinn, var fundinn sekur um stera notkun.

Sport
Fréttamynd

Corrales féll tvisvar en vann samt

Diego Corrales vann í morgun heimsmeistaratitil WBC-hnefaleikasambandsins í léttvigt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo. Þrátt fyrir að hafa verið sleginn tvisvar í gólfið tókst Corrales að vinna sigur.

Sport
Fréttamynd

Castillo og Corales berjast

Á eftir leik Boston og Indiana í NBA-körfuboltanum, sem hefst klukkan 23 í kvöld á Sýn, verður skipt yfir til Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar verða margir spennandi hnefaleikabardagar, t.d. bardagi Jose Luis Castillo og Diego Corales um heimsmeistaratitil WBC-sambandsins í léttvigt.

Sport
Fréttamynd

Ruiz hættur að boxa

Ameríski hnefaleikakappinn John Ruiz, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir að hann tapaði WBC titli sínum til James Toney í New York um helgina.

Sport
Fréttamynd

"Prinsinn" handtekinn

Þær fréttir eru að berast frá Sheffield á Englandi að fyrrverandi fjaðurvigtarheimsmeistarinn í boxi, "Prinsinn" Naseem Hamed hafi verið handtekinn í dag í tengslum við bílslys þar sem maður meiddist lífshættulega "Prinsinn" er grunaður um að hafa flúið af vetvangi.

Sport