Körfubolti

Fréttamynd

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mér hefur aldrei liðið jafn­vel og í dag“

Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þér við al­veg ömur­legir?“

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

Góður biti í hunds­kjaft

Aaron Gordon, leikmaður Denver Nuggets í NBA-deildinni, mun ekki taka þátt í næstu leikjum liðsins vegna sérkennilegra meiðsla sem hann hlaut eftir leik liðsins á jóladagskvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir Snær stiga­hæstur í tapleik

Styrmir Snær Þrastarson og félögum í Belfius Mons gengur illa að komast á sigurbraut í belgísku úrvalsdeildinni en liðið tapaði stórt í dag gegn toppliði Antwerp Giants.

Körfubolti
Fréttamynd

Curry fyrstur allra til að setja 3.500 þrista

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, skráði sig í sögubækurnar í nótt þegar hann varð fyrstur allra til að rjúfa 3.500 þrista múrinn. Talan er þó fyrst og fremst táknræn því hann er löngu orðinn efstur í skoruðum þristum í sögu deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Grindavíkurkonur Kanalausar eftir ára­mót

Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem alls­herjar- og mennta­mála­nefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þungu fargi af manni létt“

Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin.

Körfubolti