Körfubolti

Margra milljarða bónus til Mavericks starfs­manna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mark Cuban seldi nýlega meirihlut sinn í Dallas Mavericks
Mark Cuban seldi nýlega meirihlut sinn í Dallas Mavericks Tim Heitman/Getty Images

Mark Cuban sendi starfsmönnum Dallas Mavericks tölvupóst í gær þar sem tilkynnt var að hann, ásamt nýjum eigendum félagsins, myndi greiða út 35 milljón dollara bónus til starfsmanna. 

Andvirði þess í íslenskum krónum eru rétt rúmir 4,8 milljarðar. Í skeytinu sem sent var til starfsmanna félagsins er sagt að útreikningar bónusgreiðslanna byggi á starfsaldri og verði greiddur út fljótlega. 

Mark Cuban var meirihlutaeigandi Dallas Mavericks síðan árið 2000 en seldi nýlega frá sér meirihlutann. Samtímis tilkynnti hann um starfslok í þáttaröðinni Shark Tank eftir að hafa verið þar síðan 2007. Hann mun þó halda áfram störfum hjá Mavericks sem forseti félagsins. 

Nýir eigendur Dallas Mavericks eru Miriam Adelson og Patrick Dumont, sá síðarnefndi var skipaður stjórnarformaður félagsins og fer með lokaorð í öllum ákvörðunum. 


Tengdar fréttir

Mark Cuban að selja Dallas Mavericks

Mark Cuban er einn þekktasti og litríkasti eigandi félags í NBA-deildinni en nú virðist komið að tímamótum hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×