Körfubolti

Elvar Már at­kvæða­mikill í tapleik PAOK

Siggeir Ævarsson skrifar
Elvar Már í leik í Meistaradeildinni fyrr í vetur
Elvar Már í leik í Meistaradeildinni fyrr í vetur FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson lét mikið að sér kveða í dag þegar hann og félagar hans í PAOK misstu af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í grísku úrvalsdeildinni.

Elvar og félagar sóttu Promitheas heim en þurftu að sætta sig við sjö stiga tap í hörkuleik þar sem lokatölurnar urðu 80-73, heimamönnum í vil. 

Elvar varð stigahæstur sinna manna með 13 stig og bætti við níu stoðsendingum. Það voru ekki einu tölfræðiþættirnir sem hann endaði hæstur í að þessu sinni en hann var einnig framlagshæstur með 23 framlagspunkta, oftast var brotið á honum eða sjö sinnum og þá spilaði hann einnig flestar mínútur, 33:41.

Staðan í efri hluta deildarinnar er afar jöfn en með sigrinum fór Promitheas upp í 3. sætið með 20 stig en PAOK er í því 5. með 18 og hafa bæði lið leikið tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×