Körfubolti

Leggur skóna á hilluna og hellir sér út í þjálfun

Siggeir Ævarsson skrifar
Danero Thomas í leik gegn Grindavík fyrr í vetur
Danero Thomas í leik gegn Grindavík fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét

Danero Thomas, leikmaður nýliða Hamars, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann lék því sinn síðasta leik í tapi Hamars gegn Tindastóli á fimmtudaginn.

Danero hefur þó ekki sagt skilið við körfuboltann þar sem hann mun nú einbeita sér að þjálfun. Mbl.is greindi frá þessum tíðindum í gær. Þar sagði Danero að hann hefði fengið tækifæri til að þjálfa í 1. deild en mætti þó ekki láta neitt frekar uppi að svo komnu máli.

Danero Thomas er fæddur árið 1986 í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 og gekk til liðs við KR. Síðan þá hefur hann komið nokkuð víða við í íslenskum körfubolta en hann gekk til liðs við Hamar í þriðja sinn á ferilinum fyrir þetta tímabil.

Danero tók þátt í öllum ellefu leikjum Hamars þetta tímabilið og skoraði tæp ellefu stig að meðaltali og tók sex fráköst.

Hann lék einnig fyrir Val, Fjölni, ÍR, Tindastól og síðast Breiðablik. Árin 2015-2017 lék hann með Þór frá Akureyri og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild 2016.

2018 fékk Danero íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í september það ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×