Akstursíþróttir

Fréttamynd

Ver­stappen á rá­spól í Hollandi

Heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstri morgundagsins sem fram fer í heimalandi hans, Hollandi. Hann skaust fram fyrir Charles Leclerc í blálokin.

Formúla 1
Fréttamynd

Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren

Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Hamilton er hálfviti

Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Segir Ricciar­do ó­þekkjan­legan

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, segir fyrrum ökumann liðsins, Daniel Ricciardo, nær óþekkjanlegan á brautinni. McLaren og Ricciardo komust að samkomulagi nýverið um að rifta samningi hans eftir tímabilið. Óvíst er hvort Ricciardo verði áfram í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili

Formúla 1
Fréttamynd

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Erlent
Fréttamynd

Haukur Viðar á Heklunni Íslandsmeistari í torfæru

Haukur Viðar Einarsson á bíl sínum Heklunni varð um helgina Íslandsmeistari í sérútbúnaflokki Íslandsmótsins í torfæru í fyrsta sinn, þegar tvær síðustu keppnir tímabilsins fóru fram á Akureyri. Haukur endaði með 101 stig í mótinu. Í öðru sæti varð Geir Evert Grímsson á Sleggjunni með 85 stig og í þriðja sæti varð Íslandsmeistari síðasta árs, Skúli Kristjánsson á Simba með 84 stig.

Bílar
Fréttamynd

Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels

Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur.

Formúla 1
Fréttamynd

Hómófóbía og kynþáttafordómar í F1

Lið Aston Martin í Formúlu 1 gaf út yfirlýsingu fyrir helgi þar liðið segist ekki hafa neina þolinmæði fyrir mismunun á vinnustað sínum. Kom yfirlýsingin í kjölfar lýsingu starfsmanns á andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir.

Formúla 1
Fréttamynd

Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen

Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark.

Formúla 1
Fréttamynd

Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum

Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót.

Bílar
Fréttamynd

Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun

Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana.

Bílar