Innlent

Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem tekist er á um hvort verði lokað, sést á miðri mynd.
Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem tekist er á um hvort verði lokað, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll.

„Bæjarráð telur að mikilvægt sé að skipulagsvald sveitarfélaga sé almennt virt. Þó telur bæjarráð að uppi séu og geti verið aðstæður sem réttlæta inngrip stjórnvalda landsins alls í ákveðnar skipulagsáætlanir. Um slíkt eru þó nokkur dæmi,“ segir í samþykkt bæjarráðs.

„Í ljósi mikilvægis Reykjavíkurflugvallar fyrir landið allt telur bæjarráð að eðlilegt sé að ríkisvaldið hlutist sérstaklega til um skipulag flugvallarins og styður því frumvarpið.

Bæjarráð bendir þó jafnframt á að eðlilegt getur talist að sett sé sérstök löggjöf um alþjóðaflugvelli á landinu þar sem meðal annars er tekið á skipulagsmálum þeirra valla með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi,“ segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs.


Tengdar fréttir

Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar

"Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag.

Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×