Erlent

Stofnandi Ashley Madison lætur af störfum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögmaðurinn Noel Biderman.
Lögmaðurinn Noel Biderman. Vísir/AP
Stofnandi og framkvæmdastjóri síðunnar Ashley Madison, Noel Biderman, hefur látið af störfum. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðunin sé tekin með hagsmuni fyrirtækisins í huga.

Brotist var inn í tölvukerfi Ashley Madison þann 12. júlí síðastliðinn og var viðkvæmum upplýsingum lekið á netið fyrr í þessum mánuði. Í gögnunum sem lekið var má finna ítarlegar persónuupplýsingar 33 milljóna manna. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.

Háttsettir menn innan fyrirtækisins munu taka við stjórn fyrirtækisins þar til nýr framkvæmdastjóri er ráðinn.

Avid Life Media hefur boðið 500 þúsund dala fé fyrir hvern þann sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og ákæru þeirra sem ábyrgð bera á lekanum.

Lögmaðurinn Biderman stofnaði síðuna árið 2001. Sagðist hann vilja bjóða konum og körlum upp á jöfn tækifæri í leit að viðhaldi.


Tengdar fréttir

Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann

Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×