Stjórnarandstaðan vill kalla fram vilja þjóðarinnar varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2015 18:45 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja nauðsynlegt að þjóðin fái að ákveða framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og mæltu fyrir tilögu þess efnis á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fagnar sinnaskiptum fyrir stjórnarflokka sem áður hafi greitt atkvæði gegn tillögu sem þessari. Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna ásamt kapteini Pírata flytja þingsályktun um að setja spurninguna um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 26. september í haust. Það kom hins vegar í hlut formanns Vinstri grænna að mæla fyrir tillögunni á Alþingi í dag í fjarveru formanns Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður hennar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist enn þeirrar skoðunar að Íslandi væri best borgið fyrir utan Evrópusambandið en nauðsynlegt væri að kalla fram þjóðarvilja eftir bréf utanríkisráðherra til sambandsins. Hún minnti á að nú væri rætt í stjórnarskrárnefnd að tiltekinn hluti þjóðarinnar gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál. „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um það að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Og það má velta fyrir sér í ljósi þess sem ég hef hér sagt, að allt frá því Ísland verður aðili að EES samningnum, má segja að þessi spurning hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Katrín. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Katrínu hvernig hún myndi sjálf svara spurningunni sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni að verði lögð fyrir þjóðina.Sjá einnig: Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB „Hver væri afstaða hennar til þeirrar spurningar? Það er að segja hvort hún teldi rétt að halda áfram viðræðum og ef svo er, hvort að háttvirtur þingmaður telur að það eigi að gera að óbreyttum forsendum,“ spurði Birgir. Katrín sagði að forsendur gætu auðvitað hafa breyst og þá þyrfti að skoða það ef þjóðin vildi halda viðræðum áfram. Hins vegar væri kallað eftir því í þjóðfélaginu að almenningur kæmi að stórum ákvörðunum og þá þyrftu menn að lúta því ef þjóðin væri þeim ósammála. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þessa árið 2009 þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu en þáverandi stjórnarflokkar hafnað því. Hún fagnaði sinnaskiptum þeirra nú. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja til við þjóðina, eins og ég var árið 2009, og leita skoðunar þjóðarinnar á þessu stóra máli,“ sagði Ragnheiður. En hún studdi aðildarumsóknina á sínum tíma og er í miklum minnihluta með þá skoðun innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57 Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja nauðsynlegt að þjóðin fái að ákveða framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og mæltu fyrir tilögu þess efnis á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fagnar sinnaskiptum fyrir stjórnarflokka sem áður hafi greitt atkvæði gegn tillögu sem þessari. Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna ásamt kapteini Pírata flytja þingsályktun um að setja spurninguna um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 26. september í haust. Það kom hins vegar í hlut formanns Vinstri grænna að mæla fyrir tillögunni á Alþingi í dag í fjarveru formanns Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður hennar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist enn þeirrar skoðunar að Íslandi væri best borgið fyrir utan Evrópusambandið en nauðsynlegt væri að kalla fram þjóðarvilja eftir bréf utanríkisráðherra til sambandsins. Hún minnti á að nú væri rætt í stjórnarskrárnefnd að tiltekinn hluti þjóðarinnar gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál. „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um það að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Og það má velta fyrir sér í ljósi þess sem ég hef hér sagt, að allt frá því Ísland verður aðili að EES samningnum, má segja að þessi spurning hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Katrín. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Katrínu hvernig hún myndi sjálf svara spurningunni sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni að verði lögð fyrir þjóðina.Sjá einnig: Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB „Hver væri afstaða hennar til þeirrar spurningar? Það er að segja hvort hún teldi rétt að halda áfram viðræðum og ef svo er, hvort að háttvirtur þingmaður telur að það eigi að gera að óbreyttum forsendum,“ spurði Birgir. Katrín sagði að forsendur gætu auðvitað hafa breyst og þá þyrfti að skoða það ef þjóðin vildi halda viðræðum áfram. Hins vegar væri kallað eftir því í þjóðfélaginu að almenningur kæmi að stórum ákvörðunum og þá þyrftu menn að lúta því ef þjóðin væri þeim ósammála. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þessa árið 2009 þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu en þáverandi stjórnarflokkar hafnað því. Hún fagnaði sinnaskiptum þeirra nú. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja til við þjóðina, eins og ég var árið 2009, og leita skoðunar þjóðarinnar á þessu stóra máli,“ sagði Ragnheiður. En hún studdi aðildarumsóknina á sínum tíma og er í miklum minnihluta með þá skoðun innan þingflokks Sjálfstæðismanna.
Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57 Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57
Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26
Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04
Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10
Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00