Innlent

Stjórnarandstaðan íhugar að leggja fram vantrauststillögu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það skýrist á næstu dögum hvort vantrauststillaga verður lögð fram.
Það skýrist á næstu dögum hvort vantrauststillaga verður lögð fram. Mynd/ Anton.
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Alþingi íhuga að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Samkvæmt heimildum Vísis hefur málið verið rætt nokkuð á undanförnum vikum.

Málið tók svo nýja stefnu þegar Jón Bjarnason sagði sig úr þingflokki VG í síðustu viku. „Þá töldu menn eðlilegt að mæla styrk ríkisstjórnarinnar," sagði einn þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók í sama streng og benti á að tvö ár væru liðin síðan að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði lagt fram vantrauststillögu. Það var eftir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru sammála um að líkurnar á vantrausttillögu hafi ekki minnkað eftir að EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í gær, en það yrði þó ekki höfuðástæða slíkrar tillögu.

Stjórnin er með 30 þingmenn að baki sér, en 63 þingmenn eru starfandi á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×