Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:30 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“ Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“
Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30
Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42