Enski boltinn

Staða Southgates orðin sterkari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni í leik Englands og Spánar á þriðjudaginn.
Southgate á hliðarlínunni í leik Englands og Spánar á þriðjudaginn. vísir/getty
Flest bendir til þess að Gareth Southgate verði ráðinn til frambúðar sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta.

Southgate tók við þjálfarastarfinu til bráðabirgða eftir að Sam Allardyce hætti í september og enska liðið er ósigrað í þeim fjórum leikjum sem hann hefur stýrt því í.

Martin Glenn, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að staða Southgates sé sterkari eftir þessa fjóra leiki en hún var fyrir þá.

„Gareth er sterkur kandítat og mun sterkari eftir þessa fjóra leiki,“ sagði Glenn.

„Hann er með aukið sjálfstraust og er öðruvísi þjálfari en hann var fyrir tveimur árum. Þetta snýst ekki bara um að meta hann út frá nokkrum leikjum, við þurfum að horfa á heildina,“ bætti Glenn við.

Undir stjórn Southgate hefur England unnið Möltu og Skotland og gert jafntefli við Slóveníu og Spán.

Næsti leikur enska landsliðsins er ekki fyrr en í mars á næsta ári.


Tengdar fréttir

Rooney segir sorrí

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, hefur beðist afsökunar á myndinni sem birtist af honum á forsíðu The Sun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×