Erlent

Sluppu á ótrúlegan hátt er brú hrundi undan þeim

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brúin gaf sig á andartaki.
Brúin gaf sig á andartaki. mynd/youtube
Fjórir franskir göngumenn sluppu með skrekkinn í upphafi síðasta mánaðar er brú sem þeir voru á leið yfir hrundi undan þeim. Alvarlegustu meiðslin voru í formi marbletta og nokkurra skráma sem þykir kraftaverki líkast. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Fólkið var á göngu kringum Waikaremoana-vatn í Nýja-Sjálandi. Ferðin er 46km og áttu þau aðeins fáeina kílómetra eftir til að ljúka henni. Til að komast á leiðarenda þurftu þau að fara yfir brú yfir gljúfur, en níu metra fall er af brúnni. Á skilti við brúna stóð að hún bæri tíu manneskjur.

Á miðri brúnni heyra þau læti og áður en þau hafa tíma til að líta í kringum sig enda þau í vatninu fyrir neðan. Einum göngugarpanna tókst vísu, á ótrúlegan hátt, að halda sér á brúnni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×