Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 19:00 Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka. Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra. Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra.
Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59
Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45