Skjálftinn var 4,5 stig

 
Innlent
21:45 18. ÁGÚST 2014
Frá Grímsvatnagosinu 2011, kvöldiđ sem gosiđ hófst.
Frá Grímsvatnagosinu 2011, kvöldiđ sem gosiđ hófst. VÍSIR/EGILL

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. Hann telst nú vera 4,5 stig, eða mun sterkari en fyrstu upplýsingar gáfu til kynna.

For an English version click here.

Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og var fram eftir degi sýndur upp á 3,8 stig á vef Veðurstofunnar. Í viðtölum í dag hafa vísindamenn þó talað um að hann hafi verið um 4 stig en nú er búið að skrá hann upp á 4,5 stig. 

Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu svæði frá árinu 1996 þegar þar varð skjálfti yfir 5 stig, sem talinn er hafa sett eldgosið í Gjálp af stað.

Stóri skjálftinn í nótt er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli.

Hann fannst alla leið norður á Akureyri.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Skjálftinn var 4,5 stig
Fara efst