Fótbolti

Skímó vill gera lag með Viðari Erni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viðar og Skímó. Það væri samstarf í lagi.
Viðar og Skímó. Það væri samstarf í lagi.
Landsliðsmanninum Viðari Erni Kjartanssyni er ýmislegt til lista lagt og nú er eftirspurn eftir honum sem söngvara.

Selfyssingurinn söng á dögunum Creed-lagið „My Sacrifice" en það var gefið út á iTunes og allur ágóði af laginu rann óskertur til félags Viðars, Vålerenga. Lagið fór í annað sæti á iTunes-lista.

Margir kunnu vel að meta lagið og þar á meðal sveitungar Viðars Arnar í stuðbandinu Skítamórall.

„Strákarnir í Skímó eru búnir að hafa samband við mig. Þeir segjast vera klárir með lag fyrir mig sem þeir vilja að ég syngi," segir Viðar Örn en hann vill nú ekki gera of mikið úr sönghæfileikum sínum.

„Ég stefni nú ekki á neinn söngferil. Það væri kannski gaman að gera eitt lag á ári. Ég fer svo að koma heim fljótlega og aldrei að vita nema ég nýti jólafríið til þess að taka upp lagið með Skímó."

Hann á enn eftir að heyra lagið sem Skímó segist vera með tilbúið en hann er væntanlegur til landsins fljótlega eftir helgi og þá verður nægur tími til þess að hlusta á það.

Framherjinn magnaði skrifaði annars undir nýjan samning við Vålerenga í dag þar sem hann fékk væna kauphækkun og skal engan undra. Hann fór á kostum í norska boltanum og var langmarkahæstur.


Tengdar fréttir

Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar

Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×