Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Snærós Sindradóttir skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01