Fótbolti

Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr leiknum í Zagreb | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatar styrktu stöðu sína á toppi I-riðils í undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Íslendingum í Zagreb í kvöld.

Marcelo Brozovic, leikmaður Inter, skoraði bæði mörk króatíska liðsins í leiknum.

Mörkin voru keimlík en þau komu bæði með skotum fyrir utan vítateig, það fyrra með vinstri fæti og það síðara með hægri fæti.

Skömmu eftir að Brozovic skoraði síðara mark sitt í uppbótartíma fékk Ivan Perisic að líta rauða spjald fyrir brot á Birki Bjarnasyni. Strangur dómur hjá Ítalanum Gianluca Rocchi.

Króatar eru nú með tíu stig á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Íslendingum. Úkraínumenn geta minnkað forskot Króata niður í tvö stig með sigri á Finnum í Odessa síðar í kvöld.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×