Menning

Sinfóníuhljómsveit Íslands fær fjórar stjörnur í The Times

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst.
Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst. mynd/aðsend
The Times birti í dag dóm eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á BBC Proms síðastliðinn föstudag og hlutu þeir fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá gagnrýnanda blaðsins.

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék á einni þekktustu og virtustu tónlistarhátíð heims, BBC Proms, í Royal Albert Hall í Lundúnum 22. ágúst síðastliðinn.

Hljómsveitin spilaði fyrir fullu húsi en salurinn tekur yfir 5000 manns. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Hauk Tómasson, Jón Leifs, Schumann og Beethoven.

Hljómsveitarstjóri var Ilan Volkov og einleikari var bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss. Hljómsveitin lék tvö aukalög eftir fagnaðarlæti tónleikagesta.

Tónleikunum var útvarpað beint í breska ríkisútvarpinu BBC 3 og á Rás 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×