Fótbolti

Sigur og jafntefli hjá mótherjum Íslands á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Arnautovic er ein skærasta stjarna austurríska liðsins.
Marco Arnautovic er ein skærasta stjarna austurríska liðsins. vísir/getty
Austurríki og Ungverjaland spiluðu bæði vináttulandsleiki í dag en liðin verða með Íslandi í riðli á EM í Frakklandi í sumar.

Austurríkismenn tóku á móti Albönum og unnu 2-1 sigur. Þetta var sjötti sigur Austurríkis í síðustu sjö leikjum.

Marc Janko, samherji Birkis Bjarnasonar hjá Basel, kom Austurríki á bragðið á 6. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Martin Harnik öðru marki við.

Ermir Lanjani minnkaði muninn í 2-1 á 47. mínútu en nær komust Albanir ekki og þriðja tap liðsins í síðustu fimm leikjum því staðreynd.

Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Króata á heimavelli.

Mario Mandzukic kom Króatíu yfir á 18. mínútu en fyrirliði Ungverja, Balazs Dzsudzsák, jafnaði metin 11 mínútum fyrir leikslok.

Þá rúlluðu Pólverjar yfir Finna, 5-0, og Rússar unnu 3-0 sigur á Litháen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×