Innlent

Setning um kristin gildi tekin úr ályktun

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum.

Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að kristin „gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.

Eftirfarandi setning hefur hins vegar vakið mikla athygli og nú verið tekin út úr ályktuninni.

„Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við."


Tengdar fréttir

Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum

Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×