Selur bestu pylsur í Evrópu 22. ágúst 2006 17:00 Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni. MYND/GVA "Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. "Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guardian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu. Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind. Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér. Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum. Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu. Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
"Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. "Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guardian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu. Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind. Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér. Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum. Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu.
Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira