Selur bestu pylsur í Evrópu 22. ágúst 2006 17:00 Bill Clinton Fyrrum forseti Bandaríkjanna jók hróður pulsuvagnsins til muna þegar allur heimurinn fylgdist með honum gæða sér á Bæjarins bestu pulsu sem stendur svo sannarlega undir nafni. MYND/GVA "Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. "Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guardian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu. Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind. Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér. Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum. Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu. Menning Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
"Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. "Mér finnst mjög fyndið að hafragrautur skuli vera fyrir ofan okkur," segir Guðrún hlæjandi en íslensku pylsurnar hennar hafa verið mjög vinsælar meðal ferðamanna og landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. The Guardian segir að flestallir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar og telur blaðið að leyndardómurinn á bak við pylsurnar sé remúlaðið ofan á, en því er lýst í blaðinu sem leyndardómsfullri og bragðgóðri sósu. Pylsubarinn á Tryggvagötu er sá vinsælasti enda er opið lengi eða til sex á morgnana um helgar. Síðan eru starfræktir tveir pylsubarir til viðbótar í Skeifunni og í Smáralind. Guðrún segir að koma Bills Clinton á Bæjarins bestu fyrir tveimur árum hafi aukið hróður pylsubarsins á heimsvísu. "Það eru margir frægir sem koma á pylsubarinn við Tryggvagötu. Hljómsveitin Metallica kom til okkar og fékk sér pylsu og hafði orð á því hversu gott það væri að fá að vera í friði að borða en greyið Bill fékk ekki að vera í friði fyrir æstum blaðamönnum og fylgdarliði," segir Guðrún og bætir því við að hún haldi að flestallir útlendingar sem komi til landsins fari og fái sér pulsu hjá sér. Þeir spyrja mikið um pylsurnar enda óvanir því að pylsur séu gerðar úr jafn miklu gæðahráefni og á Bæjarins bestu en þar er notað íslenskt lambakjöt í staðinn fyrir svínakjöt eins og gert er í útlöndum. Guðrún segist ekki fá neinar kvartanir frá fólki nema frá Dönum sem eru óánægðir með það að geta ekki keypt sér með bjór með pulsunni. "Það er eina kvörtunin sem ég hef fengið en ég ætla þó ekki að fá mér vínveitingaleyfi. Það er nóg af stöðum í kring sem selja áfengi," segir stoltur eigandi Bæjarins bestu.
Menning Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira