Viðskipti innlent

Segir ríkið bjóða upp á reyfarakaup

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kynningu fjármálaáætlunar.
Frá kynningu fjármálaáætlunar. Vísir/ERNIR
Andri Geir Arinbjarnarson, verkfræðingur og fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans, segir ríkið ætla að bjóða upp á reyfarakaup. Tilkynning stjórnvalda um sölu ríkisins á um 60 milljarða króna af eignum fyrir árabréf hafi leitt til falli á hlutabréfamörkuðum.

„En það þarf ekki nema grunnskólaþekkingu í hagfræði til að skilja hvaða áhrif slík getur haft á markaðinn. Þegar menn auka framboð án þess að eftirspurn aukist á sama tíma, fellur verðið. Og með því að tímasetja söluna eins og gert var, líklega út frá pólitískum veruleika, er tryggt að verðfallið verður hámarkað,“ skrifar Andri Geir á bloggsíðu sína.

Hann sagði þetta vera góðar fréttir fyrir fjársterka aðila sem hafi aðgang að bankakerfinu og geti fjármagnað kaup á slíkum eigum með bréfin að veði.

„Hér verður ríkið báðum megin við borðið, selur og fjármagnar. Allt á einum stað, eins og sagt er. Nú verður gaman að sjá hvernig ný bankaráð ríkisbankanna og FME höndla svona tækifæri! Er nýtt Borgunarklúður í uppsiglingu eða tekst nýju fólki að standa vörð um orðspor bankanna? Það á eftir að koma í ljós.“

Þá sagði hann að þegar ríkið selji eignir í tímaþröng sé verið að bjóða upp á reyfarakaup. Hámarksgróða með lágmarks áhættu.

„Það er engin furða að menn séu spenntir. Það sem stjórnmálamenn þurfa að svara er hvernig á að tryggja að almenningur fái að taka þátt í þessari sölu – og að hún takmarkist ekki við svokallaða “fagfjárfesta”.“


Tengdar fréttir

Meiri hagnaður hjá WOW en Icelandair

Rekstrarhagnaður WOW air án afskrifta á fyrsta ársfjórðungi (EBITDA) var 680 milljónir króna og jókst um milljarð milli ára, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×