Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43