Innlent

Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Brynjar vildi ekki gefa upp um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn styðji Sigmund áfram.
Brynjar vildi ekki gefa upp um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn styðji Sigmund áfram. Vísir/Vilhelm
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að mótmælin snérust ekki um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur frekar að menn séu ekki sáttir við að Íslendingar eigi peninga „á svona eyjum“ eins og hann orðaði það.

Hann sagði að Sigmundur hefði svarað ágætlega fyrir sig en vildi ekkert gefa upp um hver viðbrögð Sjálfstæðisflokksins verði við mótmælunum á Austurvelli. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort Sigmundur hafi enn stuðning Sjálfstæðisflokks.

„Þetta er staða sem við stöndum frammi fyrir sem er auðvitað ríkisstjórninni erfið. Hún þarf að fara í gegnum það og ákveða hvað eigi að verða. Við þurfum bara einn dag enn til þess,“ sagði hann að lokum og vísaði til þess að formaður Sjálfstæðisflokksins er væntanlegur til landsins á morgun.

Brynjar vildi ekkert tjá sig um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn sæi ástæðu til þess að slíta samstarfi sínu við Framsóknarflokk vegna atburðarásar síðustu daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×