Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2012 22:15 Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. „Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," sagði Ævar í viðtalinu í fyrra. Hann viðurkenndi þó hættuna. Hvítabirnir væru hættuleg dýr sem gætu drepið mann í einu höggi. Það réttlætti þó ekki að hvert einasta dýr væri skotið. „Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál," sagði Ævar og lagði til að dýrin yrðu sett í Húsadýragarðinn, send til Grænlands eða þeim sleppt með gervihnattasendi til að kanna hvort þau sneru aftur til Grænlands. Ef þau væru of veik mætti svæfa þau fyrir fullt. „Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. Hann sagði að birnir sem hingað kæmu væru eðlilegur hluti af stofninum og telja mætti Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna. „Við erum á ystu mörkum, reyndar," sagði Ævar og benti á að vitað væri um 600 birni að minnsta kosti sem komið hefðu til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands yrðu því að teljast eðlilegar. „Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar. Tengdar fréttir Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. „Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," sagði Ævar í viðtalinu í fyrra. Hann viðurkenndi þó hættuna. Hvítabirnir væru hættuleg dýr sem gætu drepið mann í einu höggi. Það réttlætti þó ekki að hvert einasta dýr væri skotið. „Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál," sagði Ævar og lagði til að dýrin yrðu sett í Húsadýragarðinn, send til Grænlands eða þeim sleppt með gervihnattasendi til að kanna hvort þau sneru aftur til Grænlands. Ef þau væru of veik mætti svæfa þau fyrir fullt. „Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. Hann sagði að birnir sem hingað kæmu væru eðlilegur hluti af stofninum og telja mætti Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna. „Við erum á ystu mörkum, reyndar," sagði Ævar og benti á að vitað væri um 600 birni að minnsta kosti sem komið hefðu til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands yrðu því að teljast eðlilegar. „Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar.
Tengdar fréttir Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30
Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00