Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2012 22:15 Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. „Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," sagði Ævar í viðtalinu í fyrra. Hann viðurkenndi þó hættuna. Hvítabirnir væru hættuleg dýr sem gætu drepið mann í einu höggi. Það réttlætti þó ekki að hvert einasta dýr væri skotið. „Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál," sagði Ævar og lagði til að dýrin yrðu sett í Húsadýragarðinn, send til Grænlands eða þeim sleppt með gervihnattasendi til að kanna hvort þau sneru aftur til Grænlands. Ef þau væru of veik mætti svæfa þau fyrir fullt. „Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. Hann sagði að birnir sem hingað kæmu væru eðlilegur hluti af stofninum og telja mætti Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna. „Við erum á ystu mörkum, reyndar," sagði Ævar og benti á að vitað væri um 600 birni að minnsta kosti sem komið hefðu til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands yrðu því að teljast eðlilegar. „Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar. Tengdar fréttir Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. „Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," sagði Ævar í viðtalinu í fyrra. Hann viðurkenndi þó hættuna. Hvítabirnir væru hættuleg dýr sem gætu drepið mann í einu höggi. Það réttlætti þó ekki að hvert einasta dýr væri skotið. „Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál," sagði Ævar og lagði til að dýrin yrðu sett í Húsadýragarðinn, send til Grænlands eða þeim sleppt með gervihnattasendi til að kanna hvort þau sneru aftur til Grænlands. Ef þau væru of veik mætti svæfa þau fyrir fullt. „Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. Hann sagði að birnir sem hingað kæmu væru eðlilegur hluti af stofninum og telja mætti Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna. „Við erum á ystu mörkum, reyndar," sagði Ævar og benti á að vitað væri um 600 birni að minnsta kosti sem komið hefðu til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands yrðu því að teljast eðlilegar. „Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar.
Tengdar fréttir Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30
Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. 5. júlí 2012 06:00