Viðskipti innlent

Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, „atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti.

Steingrímur var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu hér á Vísi. Hann segir að reynslan hafi kennt Íslendingum að best sé að yfirstjórn efnahagsmála sé á einum stað. Hann segir að í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sé þetta hins vegar útfært með ólíkum hætti. Steingrímur segir jafnframt að ef ráðuneyti efnahagsmála yrði sameinað fjármálaráðuneytinu hefði það ekkert með málarekstur gagnvart ESA vegna Icesave-málsins að gera, en efnahags- og viðskiptaráðuneyti undir forystu Árna Páls hefur undirbúið málsvörn Íslands fyrir ESA. „Guði forði mér frá því máli," segir Steingrímur og segist alls ekkert vilja sjá það aftur.

Sjá má bút úr þættinum hér fyrir ofan þar sem Steingrímur ræðir sameiningu ráðuneyta og samskipti sín við Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Viðtalið við Steingrím í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×