Viðskipti innlent

Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni

Árni Sæberg skrifar
Sverrir Einar Eiríksson rekur Nýju Vínbúðina, B5 og Exit.
Sverrir Einar Eiríksson rekur Nýju Vínbúðina, B5 og Exit. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórssson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að staðirnir þrír hafi verið innsiglaðir að beiðni Skattsins í tengslum við mál eigandans.

Frá aðgerðum lögreglu í Bankastræti um klukkan 14 í dag.

Nýja vínbúðin er rekin í sama húsnæði og hótelið Brim, sem Sverrir Einar rekur sömuleiðis. Að sögn Unnars Más hefur því ekki verið og lokað og það standi ekki til.

Sverrir Einar óskaði eftir skriflegri fyrirspurn þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. Svar við þeirri fyrirspurn hefur ekki borist.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Innsigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli

B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis

Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×