Fótbolti

Scolari kominn á kunnuglegar slóðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scolari stýrði Grêmio með góðum árangri á árunum 1993-1997.
Scolari stýrði Grêmio með góðum árangri á árunum 1993-1997. Vísir/Getty
Luiz Felipe Scolari hefur verið ráðinn þjálfari brasilíska knattspyrnuliðsins Grêmio.

Scolari er nýhættur sem landsliðsþjálfari Brasilíu, en liðið hafnaði í fjórða sæti á HM á heimavelli eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum, 10-1 samanlagt.

Scolari stýrði Grêmio í stuttan tíma árið 1987, en tók svo aftur við liðinu 1993 og þjálfaði það til 1997.

Undir hans stjórn vann Grêmio m.a. Copa Libertadores 1995 og brasilísku úrvalsdeildina ári seinna.

Scolari tekur við starfinu af Enderson Moreira sem var rekinn á sunnudaginn eftir tap Grêmio gegn Coritiba. Grêmio situr í 10. sæti brasilísku deildarinnar með 19 stig eftir tólf leiki.


Tengdar fréttir

Brasilíska þjóðin á barmi taugaáfalls

Brasilíska þjóðin er harmi slegin og á barmi taugaáfalls eftir leikinn við Þjóðverja í gær; fólk grét á götum úti og svo tók reiðin völdin og þurfti víða að kalla til óeirðalögreglu.

Scolari er gamalt fífl

Það er óhætt að segja að umboðsmaður Neymar sé ekkert allt of ánægður með landsliðsþjálfara Brasilíu sem hann kallar öllum illum nöfnum.

Dunga tekur við Brasilíu á ný

Dunga hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu. Hann tekur við af Luiz Felipe Scolari sem hætti eftir HM fyrr í sumar.

Scolari hefur skilað góðu starfi

Þrátt fyrir afhroðið sem brasilíska landsliðið beið gegn því þýska í undanúrslitum HM í knattspyrnu á þriðjudaginn hefur verðandi forseti brasilíska knattspyrnusambandsins lýst yfir stuðningi við Luiz Felipe Scolari, þjálfara liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×