LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST NÝJAST 08:30

Stefán: „Mér ţykir ekkert óţćgilegt ađ tala viđ ráđherra“

FRÉTTIR

Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorm vill framlengingu starfstíma

Innlent
kl 13:47, 13. maí 2014
Hinn meinti Lagarfljórtsormur syndir um í ánni.
Hinn meinti Lagarfljórtsormur syndir um í ánni. VÍSIR/SKJÁSKOT

Sannleiksnefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir myndband sem barst til sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og haldið er fram að sýni hinn svonefnda Lagarfljótsorm hefur óskað eftir framlengingu starfstíma síns.

Sannleiksnefndin var skipuð þrettán manns í ágúst 2012 í kjölfar þess að Hjörtur Kjerulf tók myndband fyrir neðan bæinn Hrafnkelsstaði af torkennilegri veru á sundi í Jökulsá í Fljótsdal. Myndbandið vakti gríðarlega athygli og trúa margir að þar hafi sjálfur Lagarfljótsormurinn verið á ferð, en áin rennur í Lagarfljót. Hátt í fimm milljónir hafa skoðað myndbandið. 

Árið 1997 var hverjum þeim sem næði mynd af orminum heitið hálfrar milljón íslenskra króna. „Það var samkeppni á sínum tíma og fjölmargar myndir, bæði ljósmyndir og málverk, var skilað til keppninnar,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, formaður Sannleiksnefndarinnar.


Stefán Bogi Sveinsson, formađur Sannleiksnefndarinnar.
Stefán Bogi Sveinsson, formađur Sannleiksnefndarinnar.

Engin myndanna var þó talin fullnægjandi sönnun á því að ormurinn væri til og því var ákveðið að framlengja keppnina ótímabundið.

Nefndin skal taka afstöðu til afhendingu verðlauna
Hjörtur fór svo fram á það síðasta sumar að fá verðlaunin greidd. Stuttu síðar vísaði bæjarráð í Fljótsdalshéraði myndum frá öðrum aðila til Sannleiksnefndarinnar.

Nefndinni er ætlað að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélaginu væri rétt að greiða út þau verðlaun sem heitið var.

„Það hefur ekki verið gert ráð fyrir að neinar verðbætur verði. En kannski, ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þarna sé um Lagarfljótsorminn að ræða, er komið tilefni til þess að ákveða það,“ segir Stefán.

Mikilvægt að halda ekki of marga fundi
Stefán hefur, eins og flestir aðrir, séð myndbandið en hann segist þó enn ekki hafa mótað sér endanlega skoðun á því. Hann er þó fullviss um að Lagarfljótsormurinn sé til, það sé bara spurning hvort þetta sé hann eða ekki.

Hann segir að ekki hafi verið talið rétt að halda of marga fundi í nefndinni því mikilvægt sé að hver og einn nefndarmaður sé bundinn af sannfæringu snni við yfirferð og mat á myndefninu.

Kostnaður nefndarinnar ekki farinn úr böndunum
Rökin fyrir framlengingu starfstímanefndarinnar eru meðal annars að hér á landi hafi skapast rík hefð fyrir skipun rannsóknarnefnda og undantekningarlaust hafi orðið að lengja starfstíma þeirra verulega. Ætla megi að það myndi draga úr trúverðugleika nefndarstarfsins ef það sama yrði ekki gert fyrir þessa nefnd.


Lagarfljótsbrú og Egilstađir.
Lagarfljótsbrú og Egilstađir. VÍSIR/GVA

Nefndin tekur þó fram að kostnaður við starf hennar hafi á engan hátt farið úr böndunum. Aðspurður svarar Stefán Bogi því reyndar til að enginn nefndarmaður fái nokkuð greitt fyrir setuna.

Önnur rök séu þau að gera megi ráð fyrir því að nefndarmenn muni vilja ljúka vinnu sinni með vettvangsathugunum. Rétt sé að gefa þeim kost á að nýta sumarið til þess.

Ekki gott að blanda flokkapólitík í málið 
Einnig megi gera ráð fyrir því að ef nefndin kynnir niðurstöður sínar í aðdraganda kosninga geti málið orðið pólitískt, enda séu heitar skoðanir á því í samfélaginu. Tilgangurinn með skipan sérstakrar sannleiksnefndar verði að telja að hafi verið, eins og annars staðar þar sem slíkt hefur verið gert, að stuðla að sátt og eindrægni um niðurstöðurnar. Í því skyni sé mikilvægt að blanda ekki flokkapólitík við vinnu nefndarinnar.

Þá telur nefndin að viðeigandi sé að nýta það tækifæri sem gefst á héraðshátíðinni Ormsteiti. Eins og nafn hátíðarinnar gefi til kynna sé hún að nokkru leyti haldin orminum í Lagarfljóti til heiðurs. Á henni mætti því kynna formlega niðurstöður nefndarinnar með viðeigandi viðhöfn.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 02. ágú. 2014 08:30

Stefán: „Mér ţykir ekkert óţćgilegt ađ tala viđ ráđherra“

Fráfarandi lögreglustjóri á höfuđborgarsvćđinu gerir engar athugasemdir viđ frásögn innanríkisráđherra af samskiptum ţeirra tveggja. Meira
Innlent 02. ágú. 2014 07:00

Virđi félaga í Kauphöll eykst

ViđskiptiVirđi skráđra félaga á Ađalmarkađi og First North-markađi Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland) var í nýliđnum mánuđi tćpum fjórđungi, 24,6 prósentum, meira en í júlí í fyrra. Samanlagt mar... Meira
Innlent 02. ágú. 2014 07:00

Fullgilding bíđur breytinga á lögum

Istanbúl-samningurinn um ađ berjast gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum tók gildi í gćr. Ţetta er fyrsti bindandi alţjóđasamningurinn sem tekur á málinu. Ísland var međ fyrstu ríkjum til ađ skr... Meira
Innlent 01. ágú. 2014 22:56

Hefur aldrei séđ fleiri í brekkunni á föstudegi

Formađur ţjóđhátíđarnefndar segist aldrei hafa séđ fleiri í brekkunni á föstudagskvöldi en mikill mannfjöldi er nú saman kominn í Herjólfsdal. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 21:55

Guido Javier kominn í leitirnar

Lögregla á Hvolsvelli auglýsti eftir drengnum fyrr í dag. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 20:11

Jón Gnarr í viđtali hjá Craig Ferguson

Borgarstjórinn fyrrverandi rćddi borgarstjórnartíđ sína, Sigur Rós og sitthvađ fleira í viđtali viđ skoska spjallţáttastjórnandann. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 19:47

Ráđherra segir Kristínu snúa úr út orđum hans

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráđherra segist ekki hafa orđiđ var viđ frumkvćđi af hálfu Jafnréttisstofu í ţá átt ađ bćta hlutfall kvenna í utanríkisţjónustunni. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 19:14

Kveikt á Friđarsúlunni vegna ástandsins á Gasa

Yoko Ono segir ađ kveikt verđi á Friđarsúlunni í Viđey ţann 7. ágúst vegna allra ţeirra saklausu barna sem hafa látiđ lífiđ á Gasa síđustu vikur. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 18:52

Dillon lokađ um verslunarmannahelgina

Skemmtistađurinn Dillon verđur ekki opinn um helgina "vegna óviđráđanlegra ađstćđna“. Hátíđin Bakgarđurinn hefur ţví veriđ frestađ. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 17:58

Árekstur viđ afleggjarann ađ Hvammstanga

Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla á ţjóđveginum viđ afleggjarann ađ Hvammstanga. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 16:46

Ólöglegt ađ dreifa myndefni úr öryggismyndavélum

Persónuvernd segir ađ dreifing á myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem sýnir meinta, refsiverđa háttsemi sem lögreglan hefur reitt sig á viđ rannsókn sakamála stangist á viđ lög. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 15:54

Hanna Birna segist hafa rćtt rannsókn lekamáls viđ Stefán

Innanríkisráđherra hefur svarađ bréfi umbođsmanns. Segist ráđherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi međ lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallađa. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 14:27

„Ţađ er bara veriđ ađ verđlauna karlana“

Framkvćmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítiđ fyrir ummćli utanríkisráđherra um ađ sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 14:13

Lögreglan lýsir eftir dreng

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir dreng á fjórtánda ári, Guido Javier Japke Varas, sem saknađ hefur veriđ síđan á miđvikudag. Síđast var vitađ af honum á höfuđborgarsvćđinu í gćr. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 13:53

Ţriggja bíla árekstur í Hveragerđi

Mikill umferđarţungi er á nú á Suđurlandsvegi ađ sögn lögreglunnar á Selfossi og sérstaklega ţá viđ Hveragerđi og Selfoss. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 13:33

Komu kröfum mótmćlenda á framfćri

Bandaríska sendiráđiđ sendi orđsendingu ţeirra liđlega 2000 mótmćlenda sem mćttu fyrir framan húsakynni embćttisins í gćr til kollega sinna í Washington. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 13:32

Biđröđ fyrir utan ÁTVR í Eyjum

Straumur fólks til Eyja eykst stöđugt og ţegar vínbúđin opnađi í miđbćnum í dag myndađist fljótlega töluverđ röđ, en eyjamenn fara ţá leiđ ađ hleypa fólki inn í hollum, enda vínbúđin í smćrri kantinum... Meira
Innlent 01. ágú. 2014 13:29

Öll hundahótel uppbókuđ yfir helgina

Öll ţrjú hundahótelin á suđvesturhorni landsins eru fullbókuđ og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins ađ sögn hótelrekenda. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 13:09

Hanna svarar í dag

Innanríkisráđherra veitir umbođsmanni Alţingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 12:15

Smygl á sígarettum fćrist mjög í aukana

Smygl á sígarettum fćrist mjög í aukana, ađ sögn yfirtollvarđar; ţađ gerist ţegar verđ á tóbaki hćkkar og nú virđist ákveđnum ţolmörkum. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 11:59

Ferđamađur brenndist á fćti

Björgunarskipi nú á leiđ í Grunnavík ađ sćkja slasađan ferđamann. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 11:45

Sigla ekki nálćgt arnarhreiđrum

Ferđaţjónustufyrirtćki hafa sum óskađ eftir ţví ađ sigla nálćgt arnarhreiđrum en ekki fengiđ leyfi til ţess. Umhverfisstofnun kćrđi Sćferđir fyrir slíka siglingu. Beiđnum um undanţágu til myndatöku ná... Meira
Innlent 01. ágú. 2014 11:30

Ekkert hefur veriđ ákveđiđ um útfćrslu á sparnađinum

Félagsmálaráđherra segir ekkert ákveđiđ um ţađ hvernig húsnćđissparnađarkerfinu verđur háttađ í framtíđinni. Formađur Samfylkingarinnar segir hugmyndir verkefnastjórnar ráđherra auka ađstöđumun ungs f... Meira
Innlent 01. ágú. 2014 10:40

Helga á fallegasta garđinn

Fegursti garđur Seltjarnarness er viđ Bakkavör 8a samkvćmt umhverfisnefnd Seltjarnarness. Meira
Innlent 01. ágú. 2014 10:11

Svalt veđur og stöku skúrir

Verslunarmannahelgin gengur nú í garđ međ tilheyrandi ferđagleđi landans. Samkvćmt spá Veđurstofu er von á nokkuđ svölu veđri um land allt međ stöku skúrum inn á milli. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorm vill framlengingu starfstíma
Fara efst