Samtök iðnaðarins saka Lýsingu um undanbrögð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2011 18:31 Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18
Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47
Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent