Samtök iðnaðarins saka Lýsingu um undanbrögð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2011 18:31 Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18
Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47
Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05