Samtök iðnaðarins saka Lýsingu um undanbrögð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2011 18:31 Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en fyrirtækið ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína með fjármögnunarsamninga. Samtök iðnaðarins segja það hrein undanbrögð hjá Lýsingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í föstudag í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að fjármögnunarleigusamningur sem Kraftvélaleigan gerði við Glitni væri í raun gengistryggður lánssamningur sem væri ólögmætur. Þau fjármögnunarfyrirtæki sem voru með slíka samninga þurfa því nú að endurreikna lánin með tilliti til dómsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Helgi Sigurðsson, lögmaður Lýsingar, skiptastjóra þrotabús Kraftvélaleigunnar bréf áður en málið var tekið fyrir þar sem því var lýst yfir að Lýsing myndi una dómnum þar sem fyrirtækið væri með sambærilega samninga við Kraftvélaleiguna og Íslandsbanki. Eftir að dómurinn féll lýsti Lýsing því hins vegar yfir að fyrirtækið myndi láta reyna sjálfstætt á kröfur sínar á hendur öðrum viðsemjendum fyrir dómstólum. Með öðrum orðum, Lýsing lítur ekki svo á að dómur Hæstaréttar, sem féll á föstudag, sé bindandi fordæmi gagnvart viðsemjendum fyrirtækisins.Segir yfirlýsingu aðeins bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni Helgi Sigurðsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að Lýsing myndi una dómnum gagnvart þrotabúi Kraftvélaleigunnar en yfirlýsing til skiptastjóra væri bindandi gagnvart Kraftvélaleigunni en ekki öðrum viðsemjendum Lýsingar. Hann sagði að yfirlýsingin gagnvart skiptastjóranum hefði verið send á þeirri forsendu að eðlilegt væri að Lýsing færi ekki í sjálfstætt mál, þar sem slíkt væri kostnaðarsamt. Þetta hefur vakið mikla óánægju hjá Samtökum iðnaðarins en á annað hundrað félagsmenn samtakanna eru með samninga hjá Lýsingu sem þarf að endurreikna vegna dómsins. Þær fjárhæðir sem eru undir hlaupa á milljörðum króna. Þar á bæ eru menn afar óhressir með ákvörðun Lýsingar og ekki mjög bjartsýnir á að fyrirtækið geti endurgreitt kröfurnar í samræmi við dóm Hæstaréttar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru samningar Lýsingar við Kraftvélaleiguna staðlaðir og eins og samningar fyrirtækisins við aðra viðsemjendur. Sigurður B. Halldórsson, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við fréttastofu að dómur Hæstaréttar hafi tekið til tuga samninga við Íslandsbanka og einnig tuga samninga sem Kraftvélaleigan gerði við Lýsingu. Sigurður sagði að Samtök iðnaðarins litu svo á að dómur Hæstaréttar hefði fullt fordæmisgildi fyrir samninga við Lýsingu. „Við undrumst að leyfisskyld fyrirtæki á fjármálamarkaði skuli reyna að beita svona undanbrögðum," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa Samtök iðnaðarins nú óskað sérstaklega eftir því á grundvelli 80. gr. gjaldþrotalaga að fá bréf lögmanns Lýsingar afhent þar sem Samtökin telja sig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18 Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47 Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Alls 14 þúsund samningar sem þarf að skoða Fjármögnunar- og fjármálafyrirtækin þurfa nú að taka afstöðu til fjórtán þúsund fjármögnunarleigusamninga eftir að dómur Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar féll í gær. Lýsing hefur lýst því yfir að samningar þess standi óbreyttir þar til dómur fellur í þeirra eigin máli. 21. október 2011 19:18
Furða sig á afstöðu Lýsingar Samtök iðnaðarins segja það vekja furðu að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hafi í kjölfar gengisdóms sem féll í gær sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu. 21. október 2011 17:47
Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. 21. október 2011 17:05